Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 02. desember 2022 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal neitar að trúa því að Spánverjar hafi tapað viljandi
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: EPA
Það hefur myndast umræða um það að Spánverjar hafi mögulega tapað viljandi gegn Japan í gær til að fá þægilegri mótherja í 16-liða úrslitunum.

Spánn tapaði 2-1 gegn Japan og mætir þar af leiðandi Marokkó í 16-liða úrslitunum. Ef liðið hefði unnið eða gert jafntefli, þá hefði mótherjinn verið Króatía.

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, var spurður út í þetta á fréttamannafundi í dag.

Hann trúir því ekki að Spánn hafi tapað leiknum viljandi. „Kjaftæði. Öll lið spila til að vinna."

„Ég trúi því ekki að Spánn hafi tapað viljandi," sagði Van Gaal við fréttamenn í dag.

Hollendingar munu mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner