Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   sun 03. febrúar 2019 11:44
Magnús Már Einarsson
Úrslitaleikur Fótbolta.net mótsins í beinni í kvöld
Breiðablik og Stjarnan mætast í úrslitum á sunnudaginn.
Breiðablik og Stjarnan mætast í úrslitum á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Breiðablik mætast í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Fífunni klukkan 18:30 í kvöld sunnudagskvöld.

Bein textalýsing verður frá leiknum á Fótbolta.net og þá verður leikurinn í beinni útsendingu hjá Blikar TV. Magnús Valur Böðvarsson lýsir leiknum.

Breiðablik hefur oftast unnið Fótbolta.net mótið eða þrisvar sinnum.

Stjarnan getur jafnað þá tölu með sigri í ár en Garðbæingar eru núverandi meistarar. Stjarnan sigraði Grindavík í úrslitum í fyrra.

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:
2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
2017: FH
2018: Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner