Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 03. febrúar 2025 08:16
Elvar Geir Magnússon
Amorim: Ekkert vandræðalegt ef Rashford raðar inn mörkum hjá Villa
Mynd: Aston Villa
Marcus Rashford gekk í raðir Aston Villa á lánssamningi frá Manchester United í gær. Fyrr um daginn hafði United tapað 2-0 gegn Crystal Palace.

Aðeins Everton og þrjú neðstu liðin hafa skorað færri mörk en United á þessu tímabili. Rashford er með fjögur af þessum 28 mörkum United.

Rúben Amorim spurði hvort það yrði ekki vandræðalegt fyrir United ef Rashford myndi skora mörk fyrir Aston Villa á meðan United væri í brasi?

„Yrði það niðurlægjandi? Alls ekki," svaraði Amorim.

„Þegar þú lánar leikmann þá býstu við því að hann fái að spila og muni bæta sig. Það er ekkert vandræðalegt við þetta."

Rashford hefur ekki fundið sig hjá Manchester United og virðist allt hafa verið reynt til að koma honum í gang.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner