Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. mars 2021 18:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frenchy aftur í Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Frenchy í leik með Vestra sumarið 2017.
Frenchy í leik með Vestra sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í Lengjudeildinni í sumar. Félagið er með markmið um að komast upp í efstu deild.

„Aurélien Norest, eða Frenchy eins og við þekkjum hann flest, hefur skrifað undir samning við Vestra og er því kominn aftur heim," segir í tilkynningu frá Vestra í kvöld.

Frenchy spilaði fyrir Vestra árin 2016 og 2017 og náði þar 45 leikjum í deild og bikar. Þaðan hélt leiðin til Umeå í sænsku 1. deildinni. Þar spilaði hann við góðan orðstír í þrjú ár.

Norest er 28 ára gamall fjölhæfur franskur miðjumaður sem getur einnig spilað sem miðvörður og hægri bakvörður.

Vestri hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en ætlar sér stærri hluti í ár.

Haldið ykkur nú!

Vér boðum ykkur frábærar fréttir á þessum miðvikudegi.

Frenchy er mættur heim!

Sjá meira:
https://www.vestri.is/knattspyrna/Aurelien_Norest_kemur_heim/

Posted by Vestri - Knattspyrna on Miðvikudagur, 3. mars 2021

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner