Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 03. mars 2021 05:55
Aksentije Milisic
Þýskaland í dag - Átta liða úrslit bikarsins halda áfram
Það fara fram tveir leikir í 8-liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld.

Fyrri leikur dagsins er viðureign RW Essen og Holstein Kiel og byrjar hann klukkan 17:30. Gestirnir frá Kiel gerðu sér lítið fyrir og hentu út meisturunum í Bayern Munchen í þar síðustu umferð.

Klukkan 19:45 er svo slagur á milli tveggja efstu deildar liða. Þar mætast RB Leipzig og Wolfsburg.

8-liða úrslitin hófust í gær og þar komst Dortmund áfram með sigurmarki frá Jadon Sancho.

Þýskaland: National cup
17:30 RW Essen - Holstein Kiel
19:45 RB Leipzig - Wolfsburg

Athugasemdir