Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. mars 2024 00:04
Brynjar Ingi Erluson
Messi og Suarez frábærir í sigri á Degi Dan og félögum
Luis Suarez skoraði tvö og lagði upp tvö
Luis Suarez skoraði tvö og lagði upp tvö
Mynd: EPA
Suður-Ameríkurmennirnir Lionel Messi og Luis Suarez minntu rækilega á sig í 5-0 sigri Inter Miami á Orlando City í MLS-deildinni í kvöld.

Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðuna í fyrstu leikjum tímabilsins og voru margir á því að hann væri líklega kominn yfir hæðina.

Hann vísaði því til föðurhúsanna með stórkostlegri frammistöðu í kvöld þar sem hann skoraði tvö og lagði upp tvö.

Suarez skoraði tvö frábær mörk. Fyrra með viðstöðulaususkoti eftir fasta sendingu frá hægri og síðara þar sem hann keyrði sig í gegnum vörn Orlando áður en hann lagði boltann niðri í hægra hornið.

Hann lagði síðan upp þriðja markið fyrir Robert Taylor áður en Messi bætti við fjórða með laglegri vippu. Suarez lagði síðan upp fimmta og síðasta markið með góðri fyrirgjöf á fjær og á Messi sem stangaði boltanum í vinstra hornið.

Dagur Dan Þórhallsson var í vörn Orlando og spilaði allan leikinn, en Orlando er aðeins með eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum. Inter Miami er með sjö stig eftir þrjá leiki í Austur-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner