Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Félög geta misst Evrópusæti ef deildirnar hætta snemma
Alexander Ceferin, forseti UEFA.
Alexander Ceferin, forseti UEFA.
Mynd: Getty Images
Félög úr vetrardeldum Evrópu sem tryggja sér ekki sæti í Evrópukeppnum á hefðbundinn hátt eru í hættu á að fá ekki leyfi til að taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á fótboltaheiminn og er búið að stöðva allar deildir Evrópu, nema deildina í Hvíta-Rússlandi sem heldur áfram af einhverjum ástæðum.

Bréf var sent til knattspyrnusamband í Evrópu, deilda og félaga í gærkvöldi. Aleksander Ceferin, formaður UEFA, Andrea Agnelli, forseti sambands evrópskra félagsliða og Lars-Christer Olsson, forseti deilda í Evrópu, sögðu í bréfinu að deildarkeppnir í Evrópu, Meistaradeildin og Evrópudeildin gætu klárast í júlí og ágúst.

Ef að deildir klárast ekki þá verður það skoðað hvort að félag hafi rétt til að spila í keppnum á vegum UEFA á næstu leiktíð.

Þremenningarnir sögðu í bréfinu: „Við erum vissir um að fótboltinn geti byrjað aftur á næstu mánuðum - með skilyrðum sem ráðast af yfirvöldum - og við trúum því að allar ákvarðanir um að aflýsa deildarkeppnum séu á þessu stigi ótímabærar og ekki réttlætanlegar."

„Þáttaka í keppnum UEFA ræðst af árangri sem náðst hefur þegar innanlandsmót klárast að fullu. Ef móti er aflýst með ótímabærum hætti þá vakna efasemdir um að það ákvæði sé uppfyllt. UEFA áskilur sér rétt til að meta rétt félaga að fá aðgang að keppnum UEFA 2020-21 í samræmi við viðeigandi keppnisreglugerðir."

Bréfið var sent eftir að fullyrt var að Belgar mæltu með því að að hætta keppni í belgísku deildinni og að veita núverandi toppliði Club Brugge meistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner