Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fös 03. júní 2016 11:54
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Dapurt ef það er ekki fullur völlur fyrir Lars
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Jóhann Berg Guðmundsson vonast til að áhorfendur fjölmenni á Laugardalsvöll á leikinn gegn Liechtenstein á mánudagskvöld.

Um er að ræða lokaleik íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi sem og síðasta leikinn hjá Lars Lagerback á Laugardalsvelli.

„Vonandi verður fullur völlur. Ég hef heyrt að það sé eitthvað af miðum eftir en vonandi getum við fyllt völlinn. Sérstaklega þar sem þetta er síðasti leikurinn hjá Lars. Mér finnst dapurt ef það er ekki fullur völlur. Lars hefur gert mikið fyrir íslenskan fótbolta og það á að kveðja hann með stæl."

Ísland tapaði 3-2 gegn Norðmönnum í fyrrakvöld en leikmenn viðurkenndu eftir þann leik að þeir hafi verið að passa sig að lenda ekki í meiðslum.

„Auðvitað eru menn aðeins að passa sig en við eigum ekki að hugsa þannig. Við eigum að fara í þennan síðasta leik fyrir EM af krafti og spila eins og menn. Það þýðir ekki að fara í þetta af 80%."

Jóhann Berg og félagar í íslenska landsliðinu kíktu í gær á myndina „Jökullinn logar" sem fjallar um leið liðsins á EM.

„Það kveikti aðeins í okkur aftur að sjá hvernig þetta var þegar við tryggðum okkur áfram. Mér fannst þetta mjög flott og ég hvet alla til að kíkja á þetta," sagði Jóhann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner