Jóhann Berg Guðmundsson vonast til að áhorfendur fjölmenni á Laugardalsvöll á leikinn gegn Liechtenstein á mánudagskvöld.
Um er að ræða lokaleik íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi sem og síðasta leikinn hjá Lars Lagerback á Laugardalsvelli.
Um er að ræða lokaleik íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi sem og síðasta leikinn hjá Lars Lagerback á Laugardalsvelli.
„Vonandi verður fullur völlur. Ég hef heyrt að það sé eitthvað af miðum eftir en vonandi getum við fyllt völlinn. Sérstaklega þar sem þetta er síðasti leikurinn hjá Lars. Mér finnst dapurt ef það er ekki fullur völlur. Lars hefur gert mikið fyrir íslenskan fótbolta og það á að kveðja hann með stæl."
Ísland tapaði 3-2 gegn Norðmönnum í fyrrakvöld en leikmenn viðurkenndu eftir þann leik að þeir hafi verið að passa sig að lenda ekki í meiðslum.
„Auðvitað eru menn aðeins að passa sig en við eigum ekki að hugsa þannig. Við eigum að fara í þennan síðasta leik fyrir EM af krafti og spila eins og menn. Það þýðir ekki að fara í þetta af 80%."
Jóhann Berg og félagar í íslenska landsliðinu kíktu í gær á myndina „Jökullinn logar" sem fjallar um leið liðsins á EM.
„Það kveikti aðeins í okkur aftur að sjá hvernig þetta var þegar við tryggðum okkur áfram. Mér fannst þetta mjög flott og ég hvet alla til að kíkja á þetta," sagði Jóhann.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























