Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   lau 03. júní 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Aldrei mætt Víkingum eins lélegum - „Eins og litlir hundar sem gelta hátt“
Höskuldur Gunnlaugsson í leiknum
Höskuldur Gunnlaugsson í leiknum
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kann að meta ríginn sem ríkir á milli Blika og Víkings, en segir andstæðinginn hafa sýnt mikla ófagmennsku í leiknum.

Víkingur var á góðri leið með að vinna Blika en undir lok leiks skoruðu heimamenn tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér stig.

Margt hefur verið rætt og ritað um þennan leik og hvað gerðist eftir hann en Logi Tómasson, leikmaður Víkings, stjakaði við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Blika, sem varð til þess að hann féll í jörðina með miklum tilþrifum.

Logi fékk rauða spjaldið eftir leikinn eins og Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar hjá Víkingi. Gestirnir voru ósáttir við það að leikurinn hafi ekki verið flautaður af fyrr.

Mikil læti voru eftir leikinn og segir Höskuldur þetta vera stæla og ófagmennsku en hann ræddi þetta í viðtali á Stöð 2 Sport og var síðan klippa af því birt á Vísi í kjölfarið.

„Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni, eftir að maður er búinn að kólna, pirraður að hafa ekki náð í meira en bara jafntefli eða vinna ekki þennan leik. Við vorum með hann algjörlega undir kontról. Tvö fín mörk hjá þeim en úti á velli hef ég aldrei mætt Víkingum jafn lélegum,“ sagði Höskuldur.

„Það blasti við mér að þeir missa hausinn. Ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir fara að hrinda okkar mönnum sem að lýsir 'unprofessional', með einhverja stæla eins og litlir hundar sem gelta hátt.“

Höskuldur sagði jafnframt að Víkingar væru ekki óvinir Blika, heldur keppinautur.

„Eflaust. Ég fagna því sem leikmaður og hljótum að fagna því að við ýtum við hvorum öðrum og rígur er af hinu góða. Við lítum á Víkinga sem keppinauta og þeir eru ekkert óvinir, en ég veit ekkert hvort það sé öðruvísi þannig. Það fór voðalega fyrir brjóstið á þeim eins og sást í lokin þegar við náum að jafna,“ sagði hann enn fremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner