Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. júní 2023 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Handtekinn fyrir að klæðast treyju sem vísaði í Hillsborough-slysið
Stuðningsmaðurinn í járnum eftir leikinn
Stuðningsmaðurinn í járnum eftir leikinn
Mynd: Twitter
Stuðningsmaður Manchester United var handtekinn á Wembley í dag fyrir að klæðast treyju sem vísaði í Hillsborough-slysið.

Netverjar bentu lögreglunni í Lundúnum á mynd sem fór eins og eldur um heita sinu á Twitter í dag en þar sást stuðningsmaður klæðast treyju sem vísaði í slysið.

96 manns týndu lífi sínu á Hillsborough-leikvanginum þann 15. apríl árið 1989 er Liverpool og Nottingham Forest áttust við í undanúrslitum enska bikarsins. 97. fórnarlambið lést fyrir tveimur árum en dánarorsök var alvarlegur heilaskaði sem hann hlaut í slysinu.

Manchester City og Manchester United áttust við í úrslitaleik bikarsins á Wembley í dag og sást þar einn stuðningsmaður United klæðast treyju með tölunni 97 og fyrir ofan stóð: „Ekki nóg“.

Netverjar létu því lögreglunna í Lundúnum vita af þessari mynd og var stuðningsmaðurinn handtekinn í kjölfarið fyir óspektir á almannafæri.




Athugasemdir
banner
banner