
„Þetta er allt það besta um Lengjudeildina. Þau eru með geggjaðan þjálfara hann Gunna og þau voru svo sannarlega tilbúin fyrir okkur. Þær börðust eins og stríðsmenn. Við náðum í þessi þrjú stig í lokin en guð minn góður hvað þetta var góður leikur. Þetta var geggjaður leikur og það var mikil ástríða í leiknum.“ sagði John Andrews þjálfari Víkinga eftir dramatískan 2-1 sigur á Fylki í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Víkingur R.
Þið áttuð erfiða kafla í seinni hálfleik en náðuð sigrinum á endanum, þú hlýtur að vera ánægður með karakterinn í liðinu að ná sigrinum.
„Auðvitað. Við höfum æft föst leikatriði mikið í vetur. Við fengum fá færi því Fylkir spilaði svo vel. Við getum samt ekki farið inn í leiki haldandi það að við munum vinna því við erum Víkingur. Við kepptum gegn geggjupu Fylkisliði. Þær eru í fjórða sæti. Við vissum hvað þær myndu gera í dag og þær gerðu það og voru geggjaðar. En ég er mjög stoltur.“
Fylkir skoraði mark í seinni hálfleik í stöðunni 1-0 sem var síðan dæmt af, hvernig sást þú þetta?
„Þetta var aldrei mark. Boltinn var meter frá því að fara allur inn. Dómarinn gerði mjög vel.“
En hvernig fannst þér framistaðan í heild sinni í dag?
„Bara geggjuð. Maður getur ekki alltaf unnið fallega. Maður getur ekki alltaf spilað einhvern sendingarfótbolta en þá þarf maður að berjast og við getum gert það og gerðum það.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.