Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 03. júní 2023 15:33
Sölvi Haraldsson
John Andrews: Maður getur ekki alltaf unnið fallega
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er allt það besta um Lengjudeildina. Þau eru með geggjaðan þjálfara hann Gunna og þau voru svo sannarlega tilbúin fyrir okkur. Þær börðust eins og stríðsmenn. Við náðum í þessi þrjú stig í lokin en guð minn góður hvað þetta var góður leikur. Þetta var geggjaður leikur og það var mikil ástríða í leiknum.“ sagði John Andrews þjálfari Víkinga eftir dramatískan 2-1 sigur á Fylki í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Víkingur R.

Þið áttuð erfiða kafla í seinni hálfleik en náðuð sigrinum á endanum, þú hlýtur að vera ánægður með karakterinn í liðinu að ná sigrinum.

„Auðvitað. Við höfum æft föst leikatriði mikið í vetur. Við fengum fá færi því Fylkir spilaði svo vel. Við getum samt ekki farið inn í leiki haldandi það að við munum vinna því við erum Víkingur. Við kepptum gegn geggjupu Fylkisliði. Þær eru í fjórða sæti. Við vissum hvað þær myndu gera í dag og þær gerðu það og voru geggjaðar. En ég er mjög stoltur.“

Fylkir skoraði mark í seinni hálfleik í stöðunni 1-0 sem var síðan dæmt af, hvernig sást þú þetta?

„Þetta var aldrei mark. Boltinn var meter frá því að fara allur inn. Dómarinn gerði mjög vel.“

En hvernig fannst þér framistaðan í heild sinni í dag?

„Bara geggjuð. Maður getur ekki alltaf unnið fallega. Maður getur ekki alltaf spilað einhvern sendingarfótbolta en þá þarf maður að berjast og við getum gert það og gerðum það.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner