Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Njarðvíkur sakaður um að hafa migið á völlinn - „Það sáu það allir“
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Tvö stórfurðuleg atvik áttu sér stað í leik Vestra og Njarðvíkur í Lengjudeildinni í dag en síðara atvikið verður sennilega aldrei leyst.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Í beinni útsendingu af leiknum heyrist í Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, kalla hann á völlinn: „Dómari, hann meig á völlinn..

Þar átt Davíð við um leikmann Njarðvík sem virðist hafa sleppt þvagi á miðjan völlinn en dómararnir tóku ekki eftir því.

Þegar Davíð ræddi atvikið við fréttamann Fótbolta.net eftir leik þá fannst honum þetta afar augljóst en hann hefur ekki hugmynd um hvernig dómararnir gátu misst af þessu.

„Það sáu það allir og við vorum að benda dómaranum á það að leikmaður Njarðvíkur væri að hafa þvaglát á vellinum. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því að sjá það ekki, en svona er þetta bara,“ sagði Davíð við Fótbolta.net, en hér fyrir neðan má sjá myndbandið þegar Davíð kallar inn á völlinn.


Davíð Smári ánægður með fyrsta sigurinn: Þeir mega aðeins skemmta sér
Athugasemdir