De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   lau 03. júní 2023 15:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi kveður: Ég naut þess að spila með þessu liði
Mynd: EPA

Lionel Messi leikmaður PSG yfirgefur félagið eftir tímabilið en óvíst er hvað tekur við.


Xavi stjóri Barcelona hefur marg oft ítrekað að spænska félagið vilji fá hann til baka en fjárhagsvandræði félagsins séu að koma í veg fyrir það. 

Messi tjáði sig um tímann hjá PSG í samtali við ESPN.

„Ég er ánægður að hafa verið fulltrúi PSG. Ég naut þess að spila fyrir þetta lið og með svona góðum leikmönnum. Ég vil þaka félaginu fyrir þessa æðislegu reynslu," sagði Messi.

Miðlar erlendis segja frá því að Al-Hilal í Sádí-Arabíu muni kynna Messi til leiks sem nýr leikmaður félagsins.


Athugasemdir