Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid og Hazard komust að samkomulagi um að rifta samningnum (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænska félagið Real Madrid hefur komist að samkomulagi við belgíska leikmanninn Eden Hazard um að rifta samningnum en þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins.

Real Madrid keypti Hazard fyrir metfé fyrir fjórum árum en félagið greiddi þá 88 milljónir punda og ef hann hefði staðist öll skilyrði hefði kaupverðið getað numið um 150 milljónum punda.

Honum var ætlað stórt hlutverk hjá spænska félaginu en meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti notið sín á stóra sviðinu.

Hazard náði sér aldrei á strik og hefur hann aðeins spilað tíu leiki á þessari leiktíð og komið að þremur mörkum.

Real Madrid hefur nú náð samkomulagi við Hazard um að rifta samningnum um mánaðarmótin, ári áður en samningurinn átti að renna sitt skeið.

Á tíma hans hjá Madrídingum vann hann átta titla en óvíst er hvað tekur við hjá kappanum.
Athugasemdir
banner