Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 03. júlí 2018 12:11
Magnús Már Einarsson
Hannes á leið í markið hjá Qarabag
Hannes í leik á HM í Rússlandi.
Hannes í leik á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er á leið til Qarabag í Aserbaídsjan en Hjörvar Hafliðason greindi frá þessu á Twitter í dag.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hannesar, staðfesti við Fótbolta.net að Hannes sé í læknisskoðun í Austurríki þar sem Qarabag er í æfingaferð.

Qarabag er meistari í Aserbaídsjan en liðið fór í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn í umspili um að komast í Meistaradeildina. Í riðlakeppninni mætti Qarabag síðan Roma, Chelsea og Atletico Madrid.

Hannes hefur spilað með Randers í Danmörku undanfarin tvö ár en Qarabag er að kaupa hann þaðan.

Frammistaða Hannesar á HM vakti verðskulda athygli og nokkur félög reyndu að fá hann í sínar raðir. Qarabag virðist nú hafa unnið kapphlaupið um hann.

Hjá Qarabag á Hannes að fylla skarð Ibrahim Sehic sem er á förum. Sehic er landsliðsmarkvörður Bosníu og Hersegóvínu en hann varði mark Qarabag í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.

Qarabag mætir Olimpija frá Slóveníu í fyrstu umferð í undakeppni Meistaradeildarinnar í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner