Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. ágúst 2021 10:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar þurfa að spila á Laugardalsvelli - Óskar skýtur á Kópavogsbæ
Laugardalsvöllur
Laugardalsvöllur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti Aberdeen í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Um er að ræða fyrri leik liðanna í einvígi um hvort liðið kemst í umspil um sæti í sjálfri Sambandsdeildinni.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks, uppfyllir ekki kröfur UEFA um leikstað. Kröfurnar eru meiri þegar komið er þetta langt í keppninni. Breiðablik sótti um undanþágu en Aberdeen hafnaði því að leikurinn yrði færður.

Þetta staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag. Óskar var ekki sáttur með Kópavogsbæ.

„Það er sorglegt að Kópavogsbær geti ekki staðið þannig að málum að hægt sé að spila svona leiki í bæjarfélaginu heldur þurfi að fara í annað sveitarfélag með leikinn. Það er auðvitað mjög sorglegt."

Var einhver sérstök krafa sem þetta féll á?

„Kópavogsvöllur er category 2 völlur út af flóðljósum og einhverri aðstöðu. Völlurinn þarf að vera category 3 völlur þegar komið er á þetta stig keppninnar."

Hverju breytir það fyrir ykkur að spila á Laugardalsvelli sem er auðvitað grasvöllur?

„Það skiptir engu máli held ég. Við höfum spilað á grasvöllum áður og höfum spilað vel þar. Ég hef ekki skoðað Laugardalsvöll en geri ráð fyrir að hann sé góður, vel hirtur og góður völlur."

„Það breytir hins vegar andrúmsloftinu á vellinum. Þú vilt spila heimaleiki á heimavellinum þínum. Það er hætt við því að þeir örfáu áhorfendur sem fá að mæta á völlinn týnist á jafnstórum velli og Laugardalsvöllur er. Ég geri ráð fyrir því að það verði erfiðara fyrir okkar stuðningsmenn að ná upp rífandi stemningu."


Ætlið þið að æfa á grasi fyrir leikinn á fimmtudaginn?

„Við tökum mjög rólega æfingu í dag, æfum svo á Laugardalsvelli á morgun og öndum að okkur graslyktinni í Laugardalnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner