Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. ágúst 2021 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Hildigunnur framlengir hjá Stjörnunni
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir verður hjá Stjörnunni til 2024
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir verður hjá Stjörnunni til 2024
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir er búin að framlengja samning sinn við Stjörnuna til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Hún hefur skorað 12 mörk í 37 leikjum í deild- og bikar með Stjörnunni þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul.

Hildigunnur hefur skorað fimm af þessum mörkum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Nú hefur hún framlengt samning sinn við félagið til næstu þriggja ára eða til 2024.

Þá hefur hún spilað 12 leiki fyrir U16 og U17 ára landslið Íslands og skorað 10 mörk.

Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig þegar tólf umferðir eru búnar af mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner