Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. ágúst 2021 11:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Fyrsta dómaraviðtalið á Íslandi
Erlendur Eiríksson að störfum í gær.
Erlendur Eiríksson að störfum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta dómaraviðtalið á Íslandi var tekið í gær eftir leik Breiðabliks og Víkings í Pepsi Max-deildinni.

Erlendur Eiríksson, einn reyndasti dómari landsins, mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport. Það var þó lítið að ræða þar sem Erlendur dæmdi leikinn mjög vel og ekkert stórt umdeilt atvik átti sér stað.

Hafliði Breiðfjörð tók mynd þegar Erlendur fór í viðtal, mynd sem fylgja þessari frétt og má sjá hér að neðan.

„Það er mín von að fólk sjái að við erum ekki komnir til að eyðileggja Íslandsmótið. Á bak við hvern dómara er einstaklingur sem leggur mikið á sig og er að gera sitt besta. Einhvern tímann gæti dómari sagt: 'Ég er búinn að sjá þetta aftur og þetta var þvæla'. Þá er það bara þannig, við gerum öll mistök. Mér finnst full ástæða til að prófa þetta," sagði Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

Hægt er að lesa allt við Þórodd með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner