Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. ágúst 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur spurður hvort Elín sé á förum - „Ég bara veit það ekki"
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen skoraði lokamarkið þegar Valur vann 5-1 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna síðasta föstudagskvöld.

Sóknarmaðurinn var á dögunum orðuð við stórlið Inter á Ítalíu en hún var áfram í herbúðum Vals þegar félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði í síðustu viku.

Þannig að hún er ekkert á förum erlendis, er það?

„Ég bara veit það ekki. Alla vega, þá förum við á æfingu á mánudaginn eða þriðjudaginn og þá sjáum við bara hverjar eru eftir," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, léttur eftir 5-1 sigurinn á Fylki á föstudag.

Elín Metta er markahæst í Pepsi Max-deildinni, ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur, með tíu mörk. Hún á að baki 58 A-landsleiki og hefur hún í þeim skorað 16 mörk.

Valur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Breiðablik.

Hægt er að sjá allt viðtalið við Pétur hér að neðan.
Pétur Péturs: Eiður á mikið hrós skilið fyrir þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner