
„Ég er ekki með nein sérstök viðbrögð nema bara leiður að tapa fótboltaleik sko en þetta var ekkert sá leikur sem við vorum búin að teikna upp sem sigurleik sem við þyrftum í þessari botnbaráttu." sagði Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfyssinga eftir 4-0 tapið gegn Breiðablik í Bestu deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Selfoss
„Hefði verið gott að koma með betri úrslit úr þessum leik það er ekki spurning en mér fannst við bara byrja alveg ótrúlega hræddar og passívar og náðum einhverneigin ekkert að losa okkur út fyrstu tíu mínúturnar. Fáum á okkur mark bara útaf því að við erum skelkaðar eiginlega og eftir fannst mér leikurinn breytast svolítið. Mér fannst við náðum inn smá riðma þó svo að við höfum talsvert verið að elta."
,,Þetta er náttúrulega frábært fótboltalið þetta Blika lið og við vorum svolítið að elta þær í varnarleiknum en mér fannst við ná að spila betur fram að þessari fyrirgjöf sem varð að marki, 2-0 markinu og svo kemur eitt beint úr horni og leikurinn er svona einhverneigin búin."
„Við ákváðum að reyna að gera hluti í hálfleik, reyna aðeins að lagfæra ákveðin atriði en það líður ekki langur tími þangað til við vorum búin að fá á okkur fjórða markið og eftir það þá er leikurinn búin í raun og veru. Mér fannst hinsvegar ungu stelpurnar okkar koma alveg gríðarlega sterkar inn og gefa okkur ferskan blæ og ég er náttúrulega bara ánægður með það."
Nánar var rætt við Björn Sigurbjörnsson, þjálfara Selfyssinga í sjónvarpinu hér að ofan þar sem talað var meðal annars um verslunarmannahelgina og framhaldið í deildinni.