Brentford gerði 1-1 jafntefli við Watford í æfingarleik á Vicarage Road í dag. Aðalmarkmaður Brentford, Mark Flekken, gerði sig sekan um skelfileg mistök í þeim leik og menn eru byrjaðir að biðja um að fá Hákon Valdimarsson milli stanganna.
Flekken ætlaði að senda út frá marki en hætti svo við og reyndi að sóla sóknarmenn Watford. Þegar hann var kominn í strembna stöðu reyndi hann sendinguna sem framherji Watford komst fyrir og upp úr því kom mark.
Mark Flekken hefur verið að gera mistök í marki Brentford en Hákon Valdimarsson, sem gekk í raðir Brentford í janúar, á enn eftir að spila leik fyrir liðið.
Margir vonast eftir því að Hákon fái sénsinn milli stanganna hjá Brentford. Einn af þeim er Jóhann Páll Ástvaldsson, starfsmaður RÚV.
‚Meira svona frá Flekken.‘ skrifaði Jóhann á X-ið í dag.