Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   sun 03. september 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Mikael valdi Ísland fram yfir Danmörk: Erfið ákvörðun
Mikael (í fjólubláu) i leik með Midtjylland á síðasta tímabili.
Mikael (í fjólubláu) i leik með Midtjylland á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
„Það er frábært að vera á Íslandi aftur. Ég hef hlakkað til að koma aftur til Íslands og þetta er stórt fyrir mig og fjölskyldu mína," sagði Mikael Neville Anderson við Fótbolta.net á æfingu íslenska U21 árs landsliðsins á föstudag.

Mikael verður í eldlínunni með U21 árs landsliðinu gegn Albaníu í undankeppni EM á morgun. Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.

Móðir Mikael er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann hefur nú ákveðið að spila frekar með íslenska U21 árs landsliðinu heldur en því danska. Hvað sögðu Danirnir um þá ákvörðun?

„Þeir voru ekki ánægðir með það. Þeir vissu samt að ég vildi spila fyrir Ísland því ég fjölskyldu frá Íslandi. Þetta var erfitt val en ég valdi Ísland af því að fjölskyldan er héðan."

Mikael er á mála hjá FC Midtjylland en hann spilaði sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég var búinn að bíða lengi eftir því. Núna er ég að fara á láni í Vendsyssel í 1. deildinni til að spila meira og fá meiri reynslu. Síðan kem ég til baka í FC Midtjylland og þá þarf ég að spila meira."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner