Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 03. september 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forseti Barcelona: Eingöngu af íþróttalegum ástæðum
Gundogan lék vel með Barcelona á síðasta tímabili.
Gundogan lék vel með Barcelona á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Ljóshærður Olmo fagnar.
Ljóshærður Olmo fagnar.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan yfirgaf Barcelona óvænt í sumar og sneri aftur til Manchester CIty eftir eitt ár í Katalóníu.

Barcelona keypti Dani Olmo frá RB Leipzig í sumar en það gekk ekki að skrá hann í leikmannahópinn þar sem Gundogan var þar fyrir.

Gundogan fékk að fara á frjálsri sölu og ákvað að semja við Englandsmeistarana.

„Þetta var ákvörðun sem kom eingöngu út frá íþróttalegum ástæðum," sagði Joan Laporta, forseti Barcelona, í dag. Talað var um að Gundogan hafi farið af fjárhagslegum ástæðum, Gundogan talaði um það sjálfur.

„Eftir kaupin á Dani Olmo þá var hlutverk Gundogan ekki skýrt, því þeir spila mjög svipaða stöðu."

„Gundogan er frábær einstaklingur og leikmaður,"
sagði Laporta.

Olmo er 26 ára miðjumaður sem hefur spilað tvo leiki með Barcelona eftir að tókst að skrá hann og hefur skorað í báðum leikjunum.

Gundogan er 33 ára og var í liði ársins í La Liga á síðasta tímabili. Gundogan kom til City árið 2016 og vann 14 titla á sjö árum..
Athugasemdir
banner
banner
banner