Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mán 03. október 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gnonto getur leyst stórt hlutverk á tímabilinu
Gnonto hefur komið við sögu í sex A-landsleikjum og skorað eitt mark. Hann gerði 11 mörk í 31 leik með yngri landsliðunum.
Gnonto hefur komið við sögu í sex A-landsleikjum og skorað eitt mark. Hann gerði 11 mörk í 31 leik með yngri landsliðunum.
Mynd: EPA

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, er yfir sig hrifinn af ítalska táningnum Wilfried Gnonto sem er byrjaður að spila með landsliðinu.


Gnonto er aðeins 18 ára gamall og kom inn af bekknum í sigri gegn Englandi í landsleikjahlénu og byrjaði svo í sigri gegn Ungverjalandi.

Hann var keyptur til Leeds í sumar frá FC Zürich en hefur ekki komið við sögu. Þegar Gnonto kom sagði Marsch að hann myndi líklegast ekki koma mikið við sögu á tímabilinu heldur væri hann hugsaður meira sem leikmaður fyrir framtíðina.

„Willy hefur komið okkur öllum skemmtilega á óvart. Hann er frábær fótboltamaður og ég þarf að breyta fyrri ummælum mínum um hann - hann gæti leyst stórt hlutverk af hólmi strax á þessari leiktíð.

Leeds borgaði ekki mikið fyrir Gnonto, eða um 4 milljónir punda, en sú upphæð gæti hækkað umtalsvert með árangurstengdum aukagreiðslum og endursöluákvæði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner