Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. desember 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Sný aftur á stað þar sem ég var ánægður
Jose Mourinho, stjóri Tottenham.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho snýr aftur á Old Trafford á morgun þegar Tottenham heimsækir Manchester United. Portúgalski stjórinn er spenntur fyrir leiknum.

„Mér líður vel. Ég kann vel við stóra leiki. Mér leið vel á Old Trafford og átti gott samband við stuðningsmenn Manchester United," segir Mourinho.

„Ég fór á Old Trafford til að vinna sem sérfræðingur í sjónvarpsútsendingu. Ég var auðmjúkur eftir þær fallegu móttökur sem ég fékk. Á morgun sný ég aftur sem þjálfari liðs sem ætlar að vinna Manchester United svo aðstæður eru öðruvísi."

„Ég vænti þess að fá virðingu en ég skil að það sem þeir vilja er algjör andstæða þess sem ég vil. Ég vona að Tottenham vinni og ég býst við því að stuðningsmenn United gleymi mér meðan á leik stendur og styði sitt lið."

Mourinho vitnaði í Nelson Mandela þegar hann talaði um tíma sinn hjá Manchester United sem fortíðina, kafla sem hann hefði lokað.

„Ég tapa aldrei, ég vinn eða læri. Hjá United vann ég og lærði. Núna lít ég á United sem andstæðing og reyni að finna út hvernig við getum unnið þá á morgun," segir Mourinho sem vann deildabikarinn og Evrópudeildina á stjóratíð sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner