Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. febrúar 2023 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham festi kaup á Duffy til að skapa pláss
Mynd: Getty Images

Fulham keypti Shane Duffy frá Brighton í janúarglugganum til að búa til pláss fyrir Cedric Soares.


Duffy kom til Fulham á lánssamningi á upphafi tímabils en hefur fengið afar lítinn spiltíma hjá sínu nýja félagi.

Ensk úrvalsdeildarfélög mega aðeins hafa tvo leikmenn á láni frá öðrum úrvalsdeildarfélögum á sama tíma og hafði Fulham ekkert pláss í hópnum þegar félagið krækti í Cedric frá Arsenal.

Því þurfti félagið að losa sig við annan lánsmanninn og komst að samkomulagi við Brighton um að greiða afar lágt kaupverð fyrir varnarmanninn. Hinn 31 árs gamli Duffy verður aðeins hjá Fulham út þessa leiktíð, eða út lánssamninginn, og er svo frjáls ferða sinna.

Daniel James er einnig hjá Fulham á láni frá úrvalsdeildarfélagi á meðan Manor Solomon og Layvin Kurzawa eru á lánssamningum frá liðum erlendis frá.


Athugasemdir
banner
banner