Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2020 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PAOK lenti 2-0 undir en tókst að vinna - Arnór og Hörður hvíldir
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir PAOK er liðið vann endurkomusigur á Olympiakos í grísku bikarkeppninni.

PAOK og Olympiakos eru tvö efstu lið grísku úrvalsdeildarinnar og má búast við hörkuleik þegar þau mætast. Nú var það í undanúrslitum bikarsins.

Olympiakos byrjaði leikinn af miklum krafti og var komið 2-0 yfir eftir níu mínútna leik. PAOK gafst hins vegar ekki upp og var búið að jafna metin þremur mínútum síðar. Hlutir eru ótrúlega fljótir að gerast í fótbolta.

Staðan í hálfleik var 2-2, en PAOK náði inn sigurmarki úr vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Undanúrslitin í gríska bikarnum eru tveggja leikja einvígi. Leikurinn í kvöld fór fram á heimavelli PAOK og var fyrri leikur liðanna. Seinni leikurinn fer fram 21. mars.

Arnór og Hörður á bekknum allan tímann
Það var einnig leikið í bikarnum í Rússlandi þar sem CSKA Moskva tapaði í framlengdum leik gegn nágrönnum sínum í Spartak Moskvu.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir allan tímann á bekknum hjá CSKA og gera má ráð fyrir því að þeir hafi verið hvíldir þar sem þeir eru vanalega byrjunarliðsmenn.

Staðan í leiknum var 2-2 eftir venjulegan leiktíma þar sem CSKA kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Því þurfti að framlengja og í framlengingunni náði Spartak, sem var á heimavelli, að skora sigurmark.

Spartak er því komið í undanúrslit rússneska bikarsins og mun CSKA alfarið einbeita sér að deildinni þar sem liðið er núna í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner