Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. mars 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Er þreyta að trufla Bruno Fernandes?
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes hefur verið frábær í liði Manchester United á þessu tímabili en í síðustu leikjum liðsins hefur hann ekki náð sér á strik.

Manchester United gerði markalaust jafntefli gegn Crystal Palace í gær en sömu úrslit urðu gegn Chelsea um síðustu helgi og gegn Real Sociedad í síðustu viku.

The Athletic birtir grein í dag þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort þreyta sé að trufla Fernandes.

Eftir að hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik United hefur Fernandes verið skugginn af sjálfum sér undanfarið.

Ef markmenn og varnarmenn eru teknir út fyrir sviga er Fernandes í 6. sæti yfir flestar mínútur spilaðar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Mikið hefur því reynt á hann á tímabilinu.

Fernandes gæti fengið kærkomna hvíld í lok mánaðarins ef hann fer ekki í landsliðsverkefni með Portúgal.

Samkvæmt reglum í dag þyrfti Fernandes að fara í tíu daga sóttkví í Englandi við heimkomu ef hann myndi fara í landsleikina. Því ætlar Manchester United að banna honum að fara í leikina.

Flestar mínútur fyrir utan markmenn og varnarmenn
Ashley Westwood (Burnley) 2421 mínúta
Your Tielemans (Leicester) 2368 mínútur
Declan Rice (West Ham) 2340 mínútur
James Ward-Prowse (Southampton) 2340 mínútur
Tomas Soucek (West Ham) 2339 mínútur
Bruno Fernandes (Manchester United) 2289 mínútur
Athugasemdir
banner
banner