Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Rodri setti ótrúlegt met í gær
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Rodri setti nýtt met í 3-1 sigri Manchester City á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Rodri er með bestu djúpu miðjumönnum heims og hefur verið síðan hann samdi við Man City fyrir fimm árum.

Hann var lykilmaður í liðinu sem vann Englands, Evrópu og bikarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, en tölfræðin hans talar sínu máli.

Spánverjinn hefur ekki tapað í síðustu 59 leikjum sínum með Man City og er það nýtt met hjá enskum úrvalsdeildarleikmanni.

Rodri bætti sextán ára gamalt met Ricardo Carvalho, sem fór í gegnum 58 leiki með Chelsea án þess að tapa, en hann gerði það á árunum 2006 til 2008.


Athugasemdir
banner
banner