Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 04. maí 2018 11:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Hörð fallbarátta á Englandi - Hvernig eru möguleikarnir?
Chris Hughton, stjóri Brighton.
Chris Hughton, stjóri Brighton.
Mynd: Getty Images
Það er neikvætt andrúmsloft kringum West Ham.
Það er neikvætt andrúmsloft kringum West Ham.
Mynd: Getty Images
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
David Wagner, stjóri Huddersfield.
David Wagner, stjóri Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Úr leik Huddersfield og Swansea.
Úr leik Huddersfield og Swansea.
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal.
Carlos Carvalhal.
Mynd: Getty Images
Southampton í ströggli.
Southampton í ströggli.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes.
Mark Hughes.
Mynd: Getty Images
Stoke City.
Stoke City.
Mynd: Getty Images
West Brom er á leið niður.
West Brom er á leið niður.
Mynd: Getty Images
Keppni í ensku úrvalsdeildinni er að klárast og spennan er í fallbaráttunni þar sem ekkert lið er formlega fallið. Guardian spáði í spilin fyrir baráttuna sem er framundan.



14. Brighton & Hove Albion
35 leikir - 37 stig (Markatala: -15)


Af hverju er liðið í þessari stöðu?
Að vera fimm stigum frá fallsvæðinu og náð að vera utan fallsæta síðan í lok ágúst er ansi vel gert hjá liðinu.

Hversu líklegt er liðið til að halda sæti sínu?
Stigin 37 sem liðið er með ættu að nægja. Hiksti hefur verið að undanförnu en liðið hefur lengi verið hársbreidd frá því að innsigla áframhaldandi veru í deildinni.

Lykilleikur?
Líklega enginn af þeirra leikjum. Brighton mun kannski ekki fá fleiri stig en liðin fyrir neðan eru að fara að mætast innbyrðis og það ætti að tryggja liðinu áframhaldandi veru.

Hversu mikið stjóranum að kenna?
Stjóranum að þakka. Chris Hughton hefur gert flotta hluti með Brighton og það yrði afrek að halda liðinu uppi.

Er liðið líklegt til að komast beint aftur upp ef það fer niður?
Klárlega, en sú staða ætti ekki að koma upp.

15. West Ham United
35 leikir - 35 stig (Markatala: -24)


Af hverju er liðið í þessari stöðu?
Stjórn félagsins hefði átt að reka Slaven Bilic síðasta sumar. Leikaðferð Bilic var neikvæð og leikmenn voru ekki í nægilega góðu formi. David Moyes náði að koma liðinu frá fallsvæðinu eftir hæga byrjun. Óánægja er meðal stuðningsmanna í garð stjórnarinnar og andrúmsloftið eitrað.

Hversu líklegt er liðið til að halda sæti sínu?
Liðið er með verstu vörnina í deildinni en gæti skákað Huddersfield á markatölu.

Lykilleikur?
Liðið er ólíklegt til að fá nokkuð gegn Manchester United og Stóri Sam Allardyce verður ákveðinn í að leggja sína fyrrum vinnuveitendur þegar Everton kemur í heimsókn í lokaumferðinni. Þetta snýst allt um leik liðsins gegn Leicester um helgina.

Hversu mikið stjóranum að kenna?
Moyes tók við í erfiðri stöðu. Sökin er David Gold og David Sullivan, eigenda félagsins.

Er liðið líklegt til að komast beint aftur upp ef það fer niður?
Það er furðulegt að hugsa um Championship leiki á London stadium.

16. Huddersfield Town
35 leikir - 35 stig (Markatala -29)


Af hverju er liðið í þessari stöðu?
Með lægstu launaútgjöld í deildinni telst það gott að vera utan fallsæta þegar þrír leikir eru eftir. David Wagner hefur sett saman þokkalegt lið og búið til góða liðsheild. Liðinu skortir átakanlega bit í sóknarleiknum.

Hversu líklegt er liðið til að halda sæti sínu?
Skelfileg markatala þýðir að liðið þarf líklega á einu stigi í viðbót að halda. Liðið mun berjast fyrir því en dagskráin er rosalega erfið. Liðið á útileiki gegn Manchester City og Chelsea áður en það tekur á móti Arsenal í lokaumferðinni.

16. Lykilleikur?
Heimaleikurinn gegn Arsenal. Andrúmsloftið verður rafmagnað og Arsenal hefur ekki náð í stig á útivelli á árinu 2018.

Hversu mikið stjóranum að kenna?
Huddersfield hefur verið of varnarsinnað í einhverjum leikjum en David Wagner hefur gert frábæra hluti og félagið mun reyna að halda honum. Hann mun einnig fá önnur tilboð.

Er liðið líklegt til að komast beint aftur upp ef það fer niður?
Fjárhagslega getur Huddersfield tekið við falli en ef liðið missir stjórann sem hefur verið á bak við upprisuna yrði það mikið áfall.

17. Swansea City
35 leikir - 33 stig (Markatala: -25)


Af hverju er liðið í þessari stöðu?
Slæmar ákvarðanir í stjórnarherberginu undanfarin ár. Bæði stjóraráðningar og leikmannakaup. Menn virðast ekki læra af mistökunum.

Hversu líklegt er liðið til að halda sæti sínu?
Það er erfitt að sýna bjartsýni. Swansea er án sigurs í sex síðustu deildarleikjum. Á hinn bóginn eru tveir síðustu leikirnir á heimavelli gegn liðum sem eru fyrir neðan og sigur í öðrum þeirra gæti nægt.

Lykilleikur?
Heimaleikur gegn Southampton á þriðjudag gæti ráðið úrslitum.

Hversu mikið stjóranum að kenna?
Taktík Carlos Carvalhal hefur verið verulega varfærnisleg að undanförnu en það yrði ósanngjarnt að skella skuldinni á hann því Swansea var með 13 stig úr 20 leikjum þegar hann tók við.

Er liðið líklegt til að komast beint aftur upp ef það fer niður?
Nei. Liðið komst upp 2011 með því að spila öðruvísi leikstíl en nokkuð annað lið í deildinni, Swansea leikstíllinn er ekki lengur til staðar.

18. Southampton
35 leikir - 32 stig (Markatala: -19)


Af hverju er liðið í þessari stöðu?
Mauricio Pellegrino spilaði vonand fótbolta og Southampton beið þar til í mars með að skipta honum út fyrir Mark Hughes. Auk þess gengur ekki að selja sína bestu leikmenn á hverju ári nema réttu mennirnir séu fengnir inn.

Hversu líklegt er liðið til að halda sæti sínu?
Southampton hefur bætt sig eftir erfiða byrjun undir Hughes og sigur gegn Bournemouth á dögunum gaf von. Sérstaklega þar sem liðið er með bestu markatöluna af neðstu sex liðunum. En er of lítið eftir fyrir Dýrlingana?

Lykilleikur?
Þeir mæta Manchester City í lokaumferðinni og það verður ekki auðvelt að heimsækja Goodison Park á laugardag. Augun beinast að sex stiga leik gegn Swansea á þriðjudag.

Hversu mikið stjóranum að kenna?
Ef liðið fer niður fær Hughes líklega tækifæri til að koma liðinu beint upp aftur. Leikaðferð hans í 3-0 tapi gegn West Ham kom í bakið á honum en hann hefur ekki fengið mikinn tíma. Sökin er frekar hjá Pellegrino og stjórninni.

Er liðið líklegt til að komast beint aftur upp ef það fer niður?
Ef það verður ekki flótti úr hópnum ætti liðið að berjast um það.

19. Stoke City
36 leikir - 30 stig (Markatala: -33)

Pl 36 GD -33 Pts 30

Af hverju er liðið í þessari stöðu?
Liðinu hefur sárlega vantað áreiðanlegan markaskorara. Þá hefði verið hægt að losa Mark Hughes fyrr.

Hversu líklegt er liðið til að halda sæti sínu?
Tólf leikir í röð án þess að fagna sigri og liðið þarf fullt hús úr síðustu tveimur leikjunum. Spilamennskan hefur ekki verið það afleit og leikmenn munu trúa því að allt gæti gerst ef sigur vinnst gegn Palace.

Lykilleikur?
Báðir. Stoke hefur ekkert pláss fyrir mistök. Leikur gegn Swansea í lokaumferðinni en fyrst þarf að vinna Palace.

Hversu mikið stjóranum að kenna?
Paul Lambert þarf að taka einhverja ábyrgð ef Stoke fellur. Hann hefur landað 10 stigum í 13 leikjum. En stjórn Stoke telur að hann hafi náð eins miklu úr hópnum og mögulegt er og vill halda honum.

Er liðið líklegt til að komast beint aftur upp ef það fer niður?
Það þyrfti að taka rækilega til í leikmannahópnum. Ljóst er að Joe Allen, Xherdan Shaqiri, Badou Ndiaye og Jack Butland yrðu meðal þeirra sem myndu yfirgefa sokkið skip.

20. West Bromwich Albion
36 leikir - 28 stig (Markatala: -24)


Af hverju er liðið í þessari stöðu?
Sú ákvörðun að ráða Alan Pardew í stað Tony Pulis gerði mestan skaða. Leikmenn hafa verið langt frá sínu besta og hópurinn verður að axla ábyrgð.

Hversu líklegt er liðið til að halda sæti sínu?
Átta úrslit þurfa að falla með þeim, þar á meðal sigrar gegn Tottenham og Crystal Palace. Ef liðið heldur sér yrði það ein rosalegasta björgun sögunnar.

Lykilleikur?
Ef Albion vinnur ekki Spurs á laugardag fellur liðið. Reyndar gæti liðið verið fallið áður en flautað verður til leiks.

Hversu mikið stjóranum að kenna?
Bráðabirgðastjórinn hefur gefið liðinu veika von með því að ná átta stigum úr fjórum leikjum. Hann hefur komið með jákvæðni í leikmannahópinn og meðal stuðningsmanna. Hann hlýtur að koma til greina í að stýra liðinu á næsta tímabili.

Er liðið líklegt til að komast beint aftur upp ef það fer niður?
Erfitt að segja. Margir leikmenn munu hverfa á braut og það þarf að fá stjóra sem er góður í enduruppbyggingu. Það verður erfitt að snúa aftur.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner