Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar var nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap á móti Þór. Þetta var fyrsti leikur liðsins í Inkasso deildinni síðan 2009.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 1 Afturelding
Arnar var ánægður með vinnuframlag sinna manna.
„Mér fannst við vera duglegir og mér fannst við vera að leggja okkur fram. Við gerðum það sem við lögðum upp með og það var ánægjulegt en úrslitin voru það ekki."
Alvaro Monjeto leikmaður Þórs opnaði markareikning sinn strax á annarri mínútu leiksins.
„Það var alls ekki það sem við lögðum upp með en svona er þetta. Við vorum ekki alveg tilbúnir í það tempó sem Þórsarar buðu uppá og það kostar. Þeir eru svo með tvo úrvalsleikmenn sem lyftir þessu liði hjá þeim mjög upp."
Afturelding tapaði 3-1 en átti fína spretti.
„Mér fannst ekki margt fara úrskeiðis, það eru mistök sem leiða til fyrsta marksins sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir en á móti kemur að ef þú þorir aldrei að spila þá gerir þú aldrei neitt. Mér fannst við gera fullt í þessum leik þrátt fyrir að við höfum tapað."
Afturelding á Leiknir R. í næstu umferð.
„Bara æðislegt. Frábært að koma norður í svona góðar aðstæður og í næstu umferð endutökum við það. Förum á flottan völl og spilum við flott lið."
Afturelding er í fyrsta skipti í Inkasso deildinni síðan 2009.
„Þetta er það sem við töluðum um og stefnum að allt síðasta sumar. Nú er bara veislan hafinn og við ætlum að njóta hennar."
Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























