banner
   þri 04. maí 2021 11:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Áfram hámark 200 áhorfendur í næstu umferð
Stefnt að afléttingum í næstu viku
Leiknisljónin í Garðabæ í fyrstu umferðinni.
Leiknisljónin í Garðabæ í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir verði framlengdar um eina viku.

Samkomutakmarkanir munu því haldast óbreyttar í næstu umferð í Pepsi Max-deild karla, kvennadeildin fer af stað í kvöld undir sömu reglum.

Svandís sagðist reikna með að gripið yrði til umfangsmikilla og vonandi alvöru afléttingum strax í næstu viku. Stjórnvöld ætluðu sér að standa við afléttingaáætlun sína enda væri góður gangur í bólusetningum og nærri 40 prósent yrði komin með að minnsta kosti einn skammt í vikulok.

Heimilt er að hafa að hámarki 100 áhorfendur í einu sóttvarnarhólfi og að hámarki tvö sóttvarnarhólf. Börn fædd 2015 og síðar telja ekki með í fjöldatölu.

Allir áhorfendur þurfa að sitja í númeruðum sætum, bera andlitsgrímu og vera skráðir inn með nafni, símanúmeri og kennitölu.

Veitingasala er ekki heimil í hléi en koma þarf í veg fyrir hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð.
Athugasemdir
banner
banner
banner