Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. maí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Daði til Fáskrúðsfjarðar (Staðfest)
Í Lengjudeildinni í fyrra.
Í Lengjudeildinni í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
Aron Daði Ásbjörnsson mun leika með Leikni Fáskrúðsfirði í 2. deild í sumar. Aron Daði kemur á láni frá Aftureldingu.

Aron Daði er fæddur árið 2002 og kom við sögu í þremur deildarleikjum og þremur bikarleikjum með Aftureldingu í fyrra. Hann lék með Hvíta riddaranum í 4. deildinni sumarið 2019.

Aron Daði er mættur austur og lék með Leikni í bikarnum um helgina. Hann náði að spila með Aftureldingu á föstudag gegn SR og var svo kominn með leikheimild þegar Leiknir vann Hött/Hugin á sunnudag. Tveir sigrar á þremur dögum í 2. umferð Mjólkurbikarsins!

Aron skrifaði fyrr í vetur undir samning út tímabilið 2022 við Aftureldingu.

Leikni er spáð 4. sæti í 2. deild í sumar og mætir ÍR á útivelli í fyrsta leik á laugardag.
Athugasemdir
banner