Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 04. maí 2022 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kominn heim til Grindavíkur - „Gott að vera þar í rokinu"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sport.is
„Við erum fullir tilhlökkunar, ég sjálfur og liðið mitt. Það er ótrúlega gaman að þessi vika sé að renna upp," sagði Alfreð Elías Jóhannsson sem tók við þjálfun Grindavíkur í vetur.

„Það eru nokkurn veginn allir klárir, smá hnjask hér og þar. Nei, ég myndi ekki segja að ég væri búinn að loka leikmannahópnum. Maður er alltaf að skoða, ef eitthvað kemur upp þá er maður alltaf tilbúinn að skoða það en þetta þurfa að vera góðir leikmenn sem kæmu inn," sagði Alfreð.

Grindavík er spáð sjöunda sætinu í Lengjudeildinni í sumar í spá Fótbolta.net.

Sjá einnig:
7. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Grindavík

Hvernig kom til að þú tókst við sem þjálfari Grindavíkur?

„Ég sagði upp á Selfossi eftir fimm góð ár þar. Ég ákvað að breyta til og sjá hvað myndi bjóðast."

„Blessunarlega bauðst mér starf í mínum gamla heimabæ og það þurfti ekkert mikið að sannfæra mig um það. Ég kann mjög vel við mig í Grindavík, gott að vera þar í rokinu og manni líður best heima hjá sér."


Teluru að Grindavík geti gert tilkall til þess að fara upp úr deildinni?

„Já, eins og ég hef sagt við alla þá getum við klárlega unnið öll lið en við getum klárlega tapað gegn öllum liðum. Við þurfum að hugsa dálítið um okkur, stabílísera okkur sem lið og sem hópur og vinna í okkar gildum. Þá eru allir vegir færir."

Liðið fékk fimm sinnum í 22 leikjum á sig mark í uppbótartíma og missti vegna þeirra af sex stigum.

Hvert er markmiðið í sumar?

„Markmiðið er að vinna í okkar leikstíl og í okkar gildum. Við erum með þau alveg á hreinu, hvernig við viljum við gera hlutina. Það er bara best fyrir okkur að hugsa bara um rassgatið á okkur, hvernig við ætlum að gera hlutina."

„Við erum okkar verstu óvinir, við erum með mjög góða einstaklinga innan liðsins en til þess að vinna þá þurfum við að vinna sem lið en ekki sem einstaklingar,"
sagði Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner