Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
   mið 04. maí 2022 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kominn heim til Grindavíkur - „Gott að vera þar í rokinu"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sport.is
„Við erum fullir tilhlökkunar, ég sjálfur og liðið mitt. Það er ótrúlega gaman að þessi vika sé að renna upp," sagði Alfreð Elías Jóhannsson sem tók við þjálfun Grindavíkur í vetur.

„Það eru nokkurn veginn allir klárir, smá hnjask hér og þar. Nei, ég myndi ekki segja að ég væri búinn að loka leikmannahópnum. Maður er alltaf að skoða, ef eitthvað kemur upp þá er maður alltaf tilbúinn að skoða það en þetta þurfa að vera góðir leikmenn sem kæmu inn," sagði Alfreð.

Grindavík er spáð sjöunda sætinu í Lengjudeildinni í sumar í spá Fótbolta.net.

Sjá einnig:
7. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Grindavík

Hvernig kom til að þú tókst við sem þjálfari Grindavíkur?

„Ég sagði upp á Selfossi eftir fimm góð ár þar. Ég ákvað að breyta til og sjá hvað myndi bjóðast."

„Blessunarlega bauðst mér starf í mínum gamla heimabæ og það þurfti ekkert mikið að sannfæra mig um það. Ég kann mjög vel við mig í Grindavík, gott að vera þar í rokinu og manni líður best heima hjá sér."


Teluru að Grindavík geti gert tilkall til þess að fara upp úr deildinni?

„Já, eins og ég hef sagt við alla þá getum við klárlega unnið öll lið en við getum klárlega tapað gegn öllum liðum. Við þurfum að hugsa dálítið um okkur, stabílísera okkur sem lið og sem hópur og vinna í okkar gildum. Þá eru allir vegir færir."

Liðið fékk fimm sinnum í 22 leikjum á sig mark í uppbótartíma og missti vegna þeirra af sex stigum.

Hvert er markmiðið í sumar?

„Markmiðið er að vinna í okkar leikstíl og í okkar gildum. Við erum með þau alveg á hreinu, hvernig við viljum við gera hlutina. Það er bara best fyrir okkur að hugsa bara um rassgatið á okkur, hvernig við ætlum að gera hlutina."

„Við erum okkar verstu óvinir, við erum með mjög góða einstaklinga innan liðsins en til þess að vinna þá þurfum við að vinna sem lið en ekki sem einstaklingar,"
sagði Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner
banner