Ásmundur Arnarson, þjálfari Fram var kátur, eins og við var að búast, eftir 3-1 sigur á Leikni F. í dag.
Staðan var 1-1 í hálfleik en Framarar voru sterkari í seinni hálfleiknum og unnu að lokum góðan sigur.
Staðan var 1-1 í hálfleik en Framarar voru sterkari í seinni hálfleiknum og unnu að lokum góðan sigur.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 1 Leiknir F.
„Við vorum með góð tök á leiknum fyrstu 20 mínúturnar, skorum gott mark, svo dettum við í kæruleysi og hleypum þeim inn í leikinn. Þeir stigu upp fyrir vikið. Þeir eru baráttuglaðir og drullu erfiðir"
„Ég tel okkur eiga slatta inni ennþá, við erum að slípa ákveðna hluti til."
Ásmundur er ánægður með Ivan Bubalo en hann skoraði tvö mörk í leiknum og hefur verið heitur undanfarið.
„Hann var sjóðandi heitur í vetur, úti í Króatíu og við treystum því að hann myndi halda áfram og hann er kominn vel af stað."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























