Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 19:06
Brynjar Ingi Erluson
„De Gea var eins og Spider-Man á æfingum"
David De Gea
David De Gea
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea var eins og Spider-Man á æfingum Manchester United en þetta segir Tomasz Kuszczak, fyrrum markvörður félagsins.

De Gea gekk til liðs við Manchester United árið 2011 frá Atlético Madríd og tók við markvarðarstöðunni af Edwin van der Sar.

Hann átti erfitt uppdráttar fyrstu árin en er einn af lykilmönnum liðsins í dag og í hópi bestu markvarða heims. Kuszczak spilaði með United frá 2006 til 2012 og var varamarkvörður fyrir bæði Van der Sar og De Gea áður en hann fór til Brighton.

„Ég æfði með honum í ár og man eftir því að einhver skaut boltanum í samskeytin og hann var allt í einu mættur og breyttist allt í einu í Spider-Man. Hann var öflugur, fljótur og frábær náungi á þessum tíma. Augljóslega gerir maður mistök og við gerum það allir en hann hefur sannað sig," sagði Kuszczak.

„Frammistaða hans síðustu átta eða níu árin er mögnuð. Að spila fyrir lið sem er svona sigursælt er auðvelt en eftir að Sir Alex fór þá varð liðið fyrir miklum breytingum. Liðið átti í erfiðleikum og það var mikil pressa á De Gea."

„Ég er ekki hissa að hann hefur verið valinn besti leikmaðurinn í fjögur eða fimm ár í röð því hann á það skilið. Hann hefur varið á mikilvægum augnablikum svo oft og hann er undir mikilli pressu í hverjum einasta leik."

„Ég spilaði nokkra leiki fyrir United og snerti boltann þrisvar eða fjórum sinnum. Ég hafði ekkert að gera. Ég sendi bara boltann og við unnum 3-0. David hefur ekki verið að upplifa það og hann er alltaf að verja mikilvæga bolta. Hann er magnaður markvörður og einn sá besti í dag,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner