Enska úrvalsdeildartímabilinu er lokið og því er komið að verðlaunaafhendingu fyrir flottasta mark tímabilsins og bestu markvörsluna.
Það kemur engum á óvart að mark Julio Enciso gegn Manchester City sé valið sem flottasta mark tímabilsins, en þessi efnilegi framherji skoraði glæsimark í 1-1 jafntefli Brighton gegn Englandsmeisturum Manchester City í lok maí.
Ivan Toney, Michael Olise, Willian, Miguel Almiron, Jonny og Matheus Nunes skoruðu einnig glæsimörk á úrvalsdeildartímabilinu sem komu til greina sem flottasta mark ársins.
Þegar kemur að bestu markvörslu tímabilsins er það Spánverjinn Kepa Arrizabalaga sem fær heiðurinn fyrir tvöfalda vörslu í leik gegn Aston Villa í október.
Kepa var meðal bestu markvarða tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en gat lítið gert til að koma í veg fyrir slæmt gengi Chelsea.
Hægt er að sjá mark Enciso og markvörslu Kepa hér fyrir neðan.
???? The results are in...
— Budweiser Football (@budfootball) June 4, 2023
???????? Julio Enciso is your 2022/23 @Budweiser x @PremierLeague Goal of the Season winner ??????
Paraguayan perfection ???????? congratulations @julioEnciso33! ????@OfficialBHAFC | @Albirroja | #YoursToTake pic.twitter.com/ueVutA2DyM
Incredible reflexes from @kepa_46 ????#PLAwards | @Castrol pic.twitter.com/tm9IGFJBnB
— Premier League (@premierleague) June 4, 2023