Leikmenn Manchester United voru neyddir til þess að horfa á nágranna þeirra í Manchester City lyfta enska bikarnum á Wembley í gær en það var gert af ástæðu.
United tapaði úrslitaleiknum, 2-1, þar sem Ilkay Gündogan skoraði bæði mörk City.
Lærisveinar Erik ten Hag gerðu frábærlega á tímabilinu og komust í tvo bikarúrslitaleiki en liðið vann deildabikarinn gegn Newcastle í febrúar en það vantaði eitthvað uppá í gær.
Eftir leikinn lét Ten Hag leikmenn horfa á Man City lyfta bikarnum en það mun gera þeim gott síðar.
„Þetta er gert til að sýna virðingu en auðvitað er þetta hvatning líka. Þú þarft virkilega að finna fyrir þessu og það er sársaukafullt,“ sagði Ten Hag.
„Þetta verður að vera eldsneyti fyrir liðið og leikmennina. City var verðskuldaður bikarmeistari en þú verður að hrifsa bikarinn og það er skrefið sem við þurfum að taka næst,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir