Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 04. júlí 2013 21:46
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry: Tóku tvær mínútur í hvert innkast
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Að við unnum ekki þennan leik er svolítið sérstakt. Ég held að þeir hafi ekki átt færi," sagði Kjartan Henry Finnbogason leikmaður KR eftir markalaust jafntefli við Glentoran í Evrópudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Glentoran

,,Þeir náðu svolítið að gera það sem þeir vildu, tefja frá fyrstu mínútu og æsa okkur upp. Það er bara hálfleikur, ég get ekki beðið eftir að fara út og gera betur."

Leikmenn Glentoran voru duglegir við að tefja við hvert tækifæri í leiknum í dag.

,,Það er pása í deildinni hjá þeim og ég trúði því ekki fyrir leikinn að þeir myndu leggjast svona lágt. Þeir fengu dómarann smá með sér í lið, hann tók ekki á neinu. Ég held að þeir hafi tekið tvær mínútur í hvert einasta innkast og við urðum fljótt pirraðir."

,,Þeim tókst það sem þeir ætluðu sér, að halda hreinu, og nú verðum við að gera slíkt hið sama og skora á þá."


Kjartan Henry er óðum að nálgast sitt gamla form eftir langa fjarveru vegna meiðsla í vetur en hann byrjaði leikinn í dag.

,,Eftir þennan leik er ég kominn með fleiri mínútur og það er það sem mig vantaði. Ég hefði viljað gera betur en það er erfitt að byrja í Evrópuleik eftir að hafa verið frá í eitt ár. Það er gaman að byrja leikinn og síðan sjáum við hvernig ég verð á morgun," sagði Kjartan.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner