Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea aftur upp fyrir Manchester United
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 0 Watford
1-0 Olivier Giroud ('28 )
2-0 Willian ('43 , víti)

Chelsea fékk ekki mikla mótspyrnu þegar liðið mætti Watford í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge í kvöld.

Oliver Giroud, sá mjög svo vanmetni sóknarmaður, skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu eftir sendingu frá Ross Barkley. Chelsea komst í 2-0 fyrir leikhlé þar sem Willian skoraði úr vítaspyrnu á 43. mínútu.

Willian hefur aldrei klúðrað vítaspyrnu fyrir Chelsea og þetta var aldrei spurning.

Watford pressaði aðeins eftir marki seint í leiknum, en annars var þetta mjög þægilegt fyrir Chelsea. Ross Barkley batt lokahnútinn með marki í uppbótartíma.

Chelsea fer aftur upp fyrir Manchester United í fjórða sæti deildarinnar. Watford er í 17. sæti, einu stigi frá fallsvæðinu.

Úrslit dagsins:
Norwich 0 - 1 Brighton
Leicester 3 - 0 Crystal Palace
Man Utd 5 - 2 Bournemouth
Wolves 0 - 2 Arsenal
Chelsea 3 - 0 Watford


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner