Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   lau 04. júlí 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Insigne: Mistök að fara í uppreisnina gegn forsetanum
„Það var rangt af okkur að gera þetta, mistök og við fengum að gjalda fyrir þau," segir Lorenzo Insigne, fyrirliði Napoli, um uppreisn leikmanna gegn Aurelio De Laurentiis sem er forseti félagsins.

Uppreisn leikmanna tók sinn toll á þáverandi stjóra félagsins, Carlo Ancelotti, sem síðar var látinn taka pokann sinn og er í dag stjóri Everton.

insigne tjáði sig um uppreisnina eftir leikinn gegn Atalanta á fimmtudag og segist hann sjá eftir gjörðum sínum. „Það er mikil eftirsjá og mikil skömm. Við höfum rifið okkur vel í gang undir stjórn Gennaro Gattuso en það er samt enn biturð vegna hegðunarinnar," sagði Insigne.

„Það er tilgangslaust að hugsa um ef og hefði en þetta voru mistök og við fengum að gjalda fyrir þau, sem betur fer hefur gengið batnað."

Sjá einnig:
Forseti Napoli sektar leikmenn um 2,5 milljónir evra
Leikmannasamtökin standa með leikmönnum Napoli
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner