Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 04. júlí 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Trezeguet frá Aston Villa til Trabzonspor (Staðfest)
Egypski framherjinn Trezeguet er genginn í raðir tyrkneska félagsins Trabzonspor frá enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa.

Hann var lánaður til Istanbul Basaksehir seinni hluta síðasta tímabils.

Trezeguet er 27 ára og skoraði níu mörk í 64 leikjum fyrir Villa eftir að hann kom til félagsins frá Kasimpasa 2019.

Trezeguet á 57 landsleiki fyrir Egyptaland og spilaði alla leiki liðsins á Afríkumótinu fyrr á þessu ári þar sem það hafnaði í öðru sæti.


Athugasemdir
banner