Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 04. ágúst 2020 15:12
Magnús Már Einarsson
Öllum leikjum til 7. ágúst frestað - Minnisblað á leiðinni
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur tilkynnt öllum leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna verði frestað til og með næstkomandi föstudags 7. ágúst. Síðastliðinn fimmtudag var tilkynnt að öllum leikjum yrði frestað til miðvikudags og nú hefur öllum leikjum verið frestað út föstudaginn.

„Von er á minnisblaði frá almannavörnum og sóttvarnarlækni í dag, þriðjudag, og eru vonir bundnar við að minnisblaðið svari flestum spurningum KSÍ og knattspyrnuhreyfingarinnar um mótahald og æfingar," segir einnig í bréfinu.

Í bréfinu kemur einnig fram að æfingar séu leyfilegar ef 2 metra nándarmörk eru virt og búnaðar sótthreinsaður.

Af vef KSÍ
Ágætu viðtakendur.

KSÍ fundaði í dag, þriðjudag, með fulltrúum Almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar og þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu vegna Covid-19. Meðal umræðuefnis voru æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. Stjórn KSÍ kom saman í kjölfarið og samþykkti að fresta leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna frá 5. ágúst til og með 7. ágúst.

Von er á minnisblaði frá almannavörnum og sóttvarnarlækni í dag, þriðjudag, og eru vonir bundnar við að minnisblaðið svari flestum spurningum KSÍ og knattspyrnuhreyfingarinnar um mótahald og æfingar. Í kjölfar minnisblaðsins mun KSÍ skoða leiðir til lausna í samráði við sóttvarnaryfirvöld og ræddi stjórnin m.a. um að breyta tilmælum KSÍ um Covid varúðarráðstafanir (viðauki við handbók leikja) í bindandi ákvæði.

Jafnframt var ítrekað að eins og staðan er nú eru æfingar knattspyrnuliða heimilar ef 2 metra nándarmörk eru virt og búnaðar sótthreinsaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner