Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. ágúst 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo íhugaði að fara til PSG áður en faraldurinn skall á
Cristiano Ronaldo var að íhuga næsta skref
Cristiano Ronaldo var að íhuga næsta skref
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo var að íhuga að ganga til liðs við franska félagið Paris Saint-Germain áður en kórónaveirufaraldurinn skall á heimsbyggðina. Þetta kemur fram í France Football.

Ronaldo, sem er 35 ára gamall, kom til Juventus frá Real Madrid árið 2018 og vann hann deildina með liðinu á síðasta ári en hann var þó orðinn önugur hjá félaginu í október og var byrjaður að íhuga framtíð sína.

Hann hafði mikinn áhuga á því að spila með þeim Neymar og Kylian Mbappe og spilaði inn í sælar minningar frá París þar sem hann vann Evrópumótið með Portúgal árið 2016.

Kórónaveirufaraldurinn skall hins vegar á og var því ljóst að hann var ekki á leið frá félaginu. Faraldurinn hafði áhrif knattspyrnufélög og PSG því ekki í stöðu til að næla í Ronaldo.

Frammistaða Ronaldo eftir hlé hefur líka verið í hæsta gæðaflokki en hann hefur nú skorað 63 mörk i 88 leikjum með Juventus og virðist nú ánægður hjá félaginu eftir að hafa unnið deildina.
Athugasemdir
banner