Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mán 04. september 2023 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Orri Steinn: Spenntur að sýna hvað ég get á Old Trafford
Icelandair
Mynd: FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið er statt úti í Þýskalandi um þessar mundir þar sem Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á útivelli gegn Lúxemborg í undankeppni fyrir næsta Evrópumót.


Ísland þarf sigur í Lúxemborg og svo á heimavelli gegn Bosníu og Hersegóvínú til að eiga möguleika á sæti á EM. Orri Steinn Óskarsson er í landsliðshópnum og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik eftir að hafa verið algjör lykilmaður í yngri landsliðunum.

Orri Steinn er aðeins 19 ára gamall en er reglulegur byrjunarliðsmaður hjá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn, þar sem hann berst við Andreas Cornelius um byrjunarliðssæti.

Hann á 28 mörk í 37 leikjum með yngri landsliðunum og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með honum taka stökkið upp í meistaraflokk.

„Það er góð tilfinning og mikill heiður að vera kominn í A-landsliðið. Ég er spenntur fyrir næstu leikjum," sagði Orri Steinn í viðtali við Fótbolta.net í Mainz. „Mig hefur dreymt um þetta síðan ég var lítill strákur."

Ísland er með ungan landsliðshóp þar sem menn á borð við Mikael Egil Ellertsson og Kristian Nökkva Hlynsson eru með.

„Það er mjög flott að sjá hvað eru margir ungir í hópnum, það sýnir hvað framtíðin á Íslandi er björt og það eru margir fleiri spennandi leikmenn að koma upp. Yngri landsliðin eru að komast á EM og þetta lítur bara mjög vel út."

Orri Steinn verður eini Íslendingurinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem FCK er í riðli með Manchester United, uppáhaldsliði Orra. Þar að auki eru þýsku risarnir í FC Bayern með í riðlinum ásamt tyrkneska stórveldinu Galatasaray. Þar er markmiðið að berjast við Galatasaray um þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar eftir áramót.

„Ég er mjög spenntur að fara á Old Trafford og sýna hvað ég get. Markmiðið okkar er að vera ennþá í Evrópu eftir jól og svo viljum við geta strítt stóru liðunum á heimavellinum okkar í Parken, við höfum ekki tapað þar síðan 2018 eða 17."

Orri talaði að lokum um að hann væri stoltur af föður sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrir að vera fyrstur til að koma íslensku karlaliði í riðlakeppni í Evrópu.


Athugasemdir
banner