Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 04. september 2023 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Orri Steinn: Spenntur að sýna hvað ég get á Old Trafford
Icelandair
Mynd: FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið er statt úti í Þýskalandi um þessar mundir þar sem Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á útivelli gegn Lúxemborg í undankeppni fyrir næsta Evrópumót.


Ísland þarf sigur í Lúxemborg og svo á heimavelli gegn Bosníu og Hersegóvínú til að eiga möguleika á sæti á EM. Orri Steinn Óskarsson er í landsliðshópnum og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik eftir að hafa verið algjör lykilmaður í yngri landsliðunum.

Orri Steinn er aðeins 19 ára gamall en er reglulegur byrjunarliðsmaður hjá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn, þar sem hann berst við Andreas Cornelius um byrjunarliðssæti.

Hann á 28 mörk í 37 leikjum með yngri landsliðunum og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með honum taka stökkið upp í meistaraflokk.

„Það er góð tilfinning og mikill heiður að vera kominn í A-landsliðið. Ég er spenntur fyrir næstu leikjum," sagði Orri Steinn í viðtali við Fótbolta.net í Mainz. „Mig hefur dreymt um þetta síðan ég var lítill strákur."

Ísland er með ungan landsliðshóp þar sem menn á borð við Mikael Egil Ellertsson og Kristian Nökkva Hlynsson eru með.

„Það er mjög flott að sjá hvað eru margir ungir í hópnum, það sýnir hvað framtíðin á Íslandi er björt og það eru margir fleiri spennandi leikmenn að koma upp. Yngri landsliðin eru að komast á EM og þetta lítur bara mjög vel út."

Orri Steinn verður eini Íslendingurinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem FCK er í riðli með Manchester United, uppáhaldsliði Orra. Þar að auki eru þýsku risarnir í FC Bayern með í riðlinum ásamt tyrkneska stórveldinu Galatasaray. Þar er markmiðið að berjast við Galatasaray um þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar eftir áramót.

„Ég er mjög spenntur að fara á Old Trafford og sýna hvað ég get. Markmiðið okkar er að vera ennþá í Evrópu eftir jól og svo viljum við geta strítt stóru liðunum á heimavellinum okkar í Parken, við höfum ekki tapað þar síðan 2018 eða 17."

Orri talaði að lokum um að hann væri stoltur af föður sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrir að vera fyrstur til að koma íslensku karlaliði í riðlakeppni í Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner