Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   mán 04. september 2023 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Orri Steinn: Spenntur að sýna hvað ég get á Old Trafford
Icelandair
Mynd: FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið er statt úti í Þýskalandi um þessar mundir þar sem Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á útivelli gegn Lúxemborg í undankeppni fyrir næsta Evrópumót.


Ísland þarf sigur í Lúxemborg og svo á heimavelli gegn Bosníu og Hersegóvínú til að eiga möguleika á sæti á EM. Orri Steinn Óskarsson er í landsliðshópnum og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik eftir að hafa verið algjör lykilmaður í yngri landsliðunum.

Orri Steinn er aðeins 19 ára gamall en er reglulegur byrjunarliðsmaður hjá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn, þar sem hann berst við Andreas Cornelius um byrjunarliðssæti.

Hann á 28 mörk í 37 leikjum með yngri landsliðunum og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með honum taka stökkið upp í meistaraflokk.

„Það er góð tilfinning og mikill heiður að vera kominn í A-landsliðið. Ég er spenntur fyrir næstu leikjum," sagði Orri Steinn í viðtali við Fótbolta.net í Mainz. „Mig hefur dreymt um þetta síðan ég var lítill strákur."

Ísland er með ungan landsliðshóp þar sem menn á borð við Mikael Egil Ellertsson og Kristian Nökkva Hlynsson eru með.

„Það er mjög flott að sjá hvað eru margir ungir í hópnum, það sýnir hvað framtíðin á Íslandi er björt og það eru margir fleiri spennandi leikmenn að koma upp. Yngri landsliðin eru að komast á EM og þetta lítur bara mjög vel út."

Orri Steinn verður eini Íslendingurinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem FCK er í riðli með Manchester United, uppáhaldsliði Orra. Þar að auki eru þýsku risarnir í FC Bayern með í riðlinum ásamt tyrkneska stórveldinu Galatasaray. Þar er markmiðið að berjast við Galatasaray um þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar eftir áramót.

„Ég er mjög spenntur að fara á Old Trafford og sýna hvað ég get. Markmiðið okkar er að vera ennþá í Evrópu eftir jól og svo viljum við geta strítt stóru liðunum á heimavellinum okkar í Parken, við höfum ekki tapað þar síðan 2018 eða 17."

Orri talaði að lokum um að hann væri stoltur af föður sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrir að vera fyrstur til að koma íslensku karlaliði í riðlakeppni í Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner