Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Crystal Palace brjálaður á Twitter: Til hvers er VAR?
Mynd: Getty Images

Steve Parish, eigandi og forseti Crystal Palace, var æfur af reiði eftir tap í Lundúnaslag gegn Chelsea um helgina.


Palace fór vel af stað og tók forystuna snemma leiks. Þegar tók að líða á fyrri hálfleikinn virtist Jordan Ayew vera að sleppa í gegn eftir samskipti við Thiago Silva sem endaði með því að Silva lá í jörðinni og hrifsaði boltann til sín með höndunum sem aftasti varnarmaður.

Silva var smá spöl frá eigin vítateig en Chris Kavanagh, dómari leiksins, ákvað að dæma aukaspyrnu og gult spjald. Silva var steinhissa með þessa ákvörðun þar sem hann vildi fá dæmda aukaspyrnu sér í hag.

Leikmenn Palace voru fljótir að umkringja Kavanagh og benda honum á að Silva hafi verið aftasti varnarmaður og ætti að fá rautt spjald en ekki gult, en Kavanagh hlustaði ekki á mótmælin og sagði mönnum að halda áfram að spila fótbolta.

„Í alvöru hver er tilgangurinn með VAR? Reglunum er breytt í hverri viku en að lokum eru þetta bara geðþóttaákvarðanir," skrifaði Parish í færslu á Twitter.

„VAR hlýtur að meta þetta sem rautt spjald en kannski er atvikið ekki metið sem augljós dómaramistök. Þegar allt kemur til alls handleikur hann boltann tvisvar viljandi, í fyrra skiptið má beita hagnaðarreglunni en eftir seinna skiptið eru þetta tvö gul spjöld."

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Thiago Silva heppinn að sleppa með rautt



Enski boltinn - Ótrúlegur viðsnúningur og sjokkerandi á Etihad
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner