Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   þri 04. október 2022 10:55
Elvar Geir Magnússon
Grealish ekki sáttur við 'Toy Story' útlit sitt í FIFA
Grealish telur sig líkjast karakter úr Toy Story.
Grealish telur sig líkjast karakter úr Toy Story.
Mynd: Twitter
Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er ekki ánægður með hönnunina á andliti sínu í FIFA 23 tölvuleiknum sem kom út síðasta föstudag.

Hönnuðir leiksins reyndu að gera andlit hans raunverulegt en Grealish er ekki sáttur með niðurstöðuna og lætur óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum.

Hann líkir sjálfum sér í leiknum við karakter úr Leikfangasögu, Toy Story.

Það hversu ólíkur Grealish er sjálfum sér í leiknum er sérstaklega furðulegt að hann er einn af þeim leikmönnum sem eru sérstakir 'sendiherrar' leiksins.
Athugasemdir
banner
banner