U15 landslið Íslands vann 4-2 sigur gegn heimamönnum í Póllandi á UEFA Development Tournament móti sem er í gangi þessa dagana.
Ísland komst í 3-2 í leiknum en á 90. mínútu komst Pólland nálægt því að jafna. Axel Marcel Czernik, markvörður úr Breiðabliki, átti frábæra vörslu og kom í veg fyrir jöfnunarmark. Beint á eftir gulltryggði Ísland svo sigur sinn úr skyndisókn.
Ísland komst í 3-2 í leiknum en á 90. mínútu komst Pólland nálægt því að jafna. Axel Marcel Czernik, markvörður úr Breiðabliki, átti frábæra vörslu og kom í veg fyrir jöfnunarmark. Beint á eftir gulltryggði Ísland svo sigur sinn úr skyndisókn.
Matías Kjeld (Val), Daniel Michal Grzegorzsson (Val Reyðarfirði), Alexander Máni Guðjónsson (Stjörnunni) og Rúnar Logi Ragnarsson (Breiðabliki) skoruðu mörk Íslands.
Ísland tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik sínum á mótinu og mætir Wales á laugardag í síðasta leik sínum, en Wales hefur tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa.
Þórhallur Siggeirsson er þjálfari íslenska U15 liðsins.
???? Mörk U15 karla frá 4-2 sigri liðsins gegn Póllandi í gær.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 5, 2023
???? Goals from our U15 men's side 4-2 win against Poland yesterday.#fyririsland pic.twitter.com/UePjjhRSeC
Athugasemdir