Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   mið 04. október 2023 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zaha á Old Trafford: Allt sem ég vonaðist eftir
Mynd: EPA
Mynd: Galatasaray
Wilfried Zaha lét draum sinn rætast þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu, gæðamestu félagsliðakeppni heims, í gærkvöldi. Galatasaray vann óvænt á útivelli gegn Manchester United.

Þetta var aðeins annar leikurinn á ferli Zaha í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir að hafa komið inn af bekknum gegn FC Kaupmannahöfn í fyrstu umferð og lagt upp jöfnunarmark Galatasaray í 2-2 jafntefli.

Hann er því kominn með mark og stoðsendingu eftir tvo leiki í riðlakeppninni og það skemmdi ekki fyrir að hann skoraði gegn sínu fyrrum félagi á Old Trafford. Þetta var fjórða mark Zaha í síðustu fimm leikjum gegn Man Utd og var kantmaðurinn knái kátur að leikslokum.

„Þetta er allt sem ég vonaðist eftir. Andrúmsloftið, spennan og auðvitað leikurinn sjálfur. Í rútunni á leiðinni hingað þá spiluðum við Meistaradeildarlagið og tilfinningin var eitthvað annað. Ég er loksins kominn hingað, á stærsta svið fótboltans. Það er ekkert sem jafnast á við þetta," sagði Zaha brosandi út að eyrum eftir sigurinn frækna.

„Í Meistaradeildinni spilar maður gegn þeim allra bestu og getur sýnt hvað í manni býr. Það er á þessu sviði sem leikmenn duga eða drepast, fyrir mér þá snýst fótbolti um daga eins og daginn í dag."

Galatasaray er með fjögur stig eftir tvær umferðir í A-riðli, eftir 2-2 jafntefli í Kaupmannahöfn í fyrstu umferð. Liðið á gríðarlega erfiða leiki við Þýskalandsmeistara FC Bayern framundan en Bayern trónir á toppi riðilsins með sex stig.

„Það sem er mikilvægast er að halda nafni Galatasaray hátt á lofti. Þetta er risastórt félag sem á skilið að berjast á toppinum."

   03.10.2023 11:10
Zaha: Heldurðu virkilega að ég hugsi mikið um það?

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner