Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Norrköping tryggði sætið sitt í deildinni - Arnór spilaði en Ísak ónotaður
Arnór Ingvi í baráttu
Arnór Ingvi í baráttu
Mynd: Guðmundur Svansson

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping þegar liðið vann gríðarlega sterkan sigur gegn AIK í sænsku deildinni í kvöld.


Eina mark leiksins var sjálfsmark en það kom eftir 25 mínútna leik í fyrri hálfleik. Arnór Ingvi spilaði rúman klukkutíma en Ísak Andri Sigurgeirsson var ónotaður varamaður.

Þessi sigur tryggir liðinu áframhaldandi veru í deildinni en lokaumferðin fer fram um næstu helgi. Þessi úrslit þýða að AIK mistókst að gulltryggja sér Sambandsdeildarsæti en liðið er einu stigi á undan DJurgarden í baráttunni fyrir lokaumferðina.

Það var svakaleg dramatík þegar FCK tók á móti Silkeborg í dönsku deildinni en FCK hefði getað endurheimt toppsætið með sigri. Staðan var jöfn, 1-1 í hálfleik, en Kevin Diks kom FCK yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þegar níu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma jafnaði Alexander Simmelhack metin fyrir Silkeborg og þar við sat.

FCK er í 3. sæti með 26 stig eftir 14 umferðir stigi á eftir toppliði Midtjylland.

Adam Ingi Benediktsson var á bekknum í fyrsta sinn á tímabilinu þegar Österstund tapaði 2-1 gegn Örgryte í næst efstu deild í Svíþjóð. Liðið er í fallumspilssæti en gæti fallið beint niður ef liðinu mistekst að vinna Brage á heimavelli í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner